laugardagur, desember 02, 2006

Hálfnað er verk...

þá hafið er. Þvílíkt kjaftæði.

Ég er búin að þrífa einn eldhússkáp, þvo einn glugga, hengja upp eina seríu, kaupa eina jólagjöf. Veð úr einu í annað, en geri þó mest af því að stara út í loftið.

Nenni þessu ekki. Finn pressuna. Jólin. Langar að böggla þessu rækallans óyndi saman og troða því oní kassa, loka fast, labba með það út í Laugarnes og kasta í sjóinn. Langt út. Eða fara niður að Tjörn og gefa öndunum eirðarleysið úr mér. Held þeim sé það ekki ofgott.

Bull, ergelsi og firra.

Engin ummæli: