mánudagur, desember 05, 2005

Testing, testing, one-two-three

Síðan síðast er ég búin að:

- garga af óþolinmæði yfir Ikea gardínum, oft
- drekka einn bjór, bora í vegg og hengja upp snaga (í þessari röð og já, snaginn er skakkur)
- taka kringlótt aldargamalt borð úr íbenholti í fóstur
- ákveða að ég ætla aldrei (eða næstum örugglega aldrei) aftur í sambúð með karlmanni
- næstum bræða úr bílnum
- sjá að fyrrverandi var ofsa duglegur að gera allt sem ég nennti ekki að gera, t.d. lesa leiðbeiningar, gera við hluti, hugsa um fjármálin og skilja allt tæknilegt á heimilinu

Engin ummæli: