laugardagur, desember 10, 2005

Og klarínettan, klarínettan...

syngur dúa dúa dúa dátt og glatt. Sungum við saman í gamla daga Rúna vinkona og tónelsku systurnar hennar. Við vorum flottar en af einhverjum ástæðum fékk ég alltaf sama hlutverkið (sungið allt á sama tóninum)

og hornið blæs og hvílir sig og hornið blæs og hvílir sig...

Ásta mín brilleraði á tónleikunum í gær. Ég var að rifna úr stolti. Hef reyndar alla tíð verið stolt af stúlkunni, enda er hún einstök mannvera. Ég hef mýmarga galla (t.d. er ég geimvera) en hún hefur bara einn galla.

Mér leið pínulítið eins og gaurnum í Lottó auglýsingunni í gærkvöld þegar ég kom heim af tónleikunum. Þá fékk ég mér hvítvínsglas og afgang af humarrétti sem ég hafði keypt í Fylgifiskum fyrr um daginn. Ef satt skal segja varð ég harkalega og akút leið á útrunnum Campbells súpum, en á þeim hefi ég lifað síðan ég flutti - keypti dobíu af þeim fyrir 39 krónur dósina. Sem betur fer á ég bara eina eftir. Tómatsúpu.

Engin ummæli: