föstudagur, desember 30, 2005

Efi.

Efast um allt núna. Hugsa óvenju mikið um framtíðina, hef áhyggjur. Ekki mér líkt. Hugarástandið minnir á lag Stuðmanna, "vill einhver elska 49 ára gamlan mann, sem er fráskilinn og safnar þjóðbúningadúkkum". Hvar er þessi maður í dag? Fann hann ástina? Vill hann kannski elska mig?

Ég spyr út í loftið. Full af efa. Ætla að semja lag um efann. Efast um að það verði gott.

Engin ummæli: