mánudagur, desember 26, 2005

Gjafir eru okkur gefnar.

Í jólagjöf fékk ég:

- geggjað flotta ljósaseríu
- kaffi
- vekjaraklukku
- ljóðabók
- gullkross
- lítinn rauðan fugl
- sokka með bimbólegri ljóskumynd og þessari áletrun "single and loving it" (frá táningnum sem virðist hafa erft skakkan húmor mömmu sinnar)
- eldhúsklukku
- vandaða bók um jólin (sem Hjalti bjó til sjálfur)

Besta gjöfin var samt yndislegt aðfangadagskvöld með börnunum og mínum ágæta fyrrverandi. Við spiluðum fjárhættuspil frameftir kvöldi - veit að amma mín hefði ekki verið ánægð með það, því á jólum mátti hvorki spila né dansa. Enda er ég með smá samviskubit - en ég sleppti því þó að dansa.

Í gær jólaboð hjá mömmu og pabba og allri fjölskyldunni - átum hangiket og svo mikið nammi að mig svimar við tilhugsunina.

Í dag var Pétur með börnin og ég brá mér austur fyrir fjall og var í besta yfirlæti hjá vinum mínum Ara og Rúnu, þau eru höfðingjar og heiðurshjón. Þetta spakmæli minnir mig á þau:

True friends are those who really know you but love you anyway (Edna Buchanan)

Það er svo gott að borða og gaman að vera til.

Engin ummæli: