laugardagur, desember 31, 2005

Elskulegu vinir,

bloggvinir og vandamenn. Megið þið blómstra á nýju ári og finna það sem hjartað leitar. Þakka ykkur öllum fyrir hlýjar kveðjur og stuðning á erfiðum tímum.

Á morgun nýtt ár, nýtt líf. Það líf mun ég hefja alein í kotinu mínu, sem sagt í góðum félagsskap;) Ætla að efla mitt nýfengna og dýrkeypta sjálfstæði. Kannski ég reyni að festa upp nokkra snaga...bora í vegg, sparsla og mála, næg eru verkefnin.

Efinn sem nagað hefur mig undanfarið er að víkja burt. Yndislegi táningurinn minn með skakka húmorinn sagði við mömmu sína, sem hann sá að var eitthvað rislág í gær: Mamma, þú ert búin að vera svo rosalega dugleg. Vertu bara stolt!

Og það er ég.

Engin ummæli: