fimmtudagur, september 04, 2008

Heppnar varir

Ótrúlegt að vera í felum þar til maður er orðinn löggilt gamalmenni. En batnandi mönnum er best að lifa, jafnvel þótt það sé með presti. Ég get reyndar varla fyrirgefið Cliff að bera ábyrgð á því að ég fæ "Lucky lips" á heilann með reglulegu millibili.

Hrikalega líst mér alltaf illa á stjórnmálamenn sem telja sig starfa í umboði guðs. Tóm vitleysa að þvæla guði greyinu í pólítík. Fólk sem finnur öll svörin í einni bók hræðir mig.

Sarah Palin er á móti fóstureyðingum, á móti réttindum samkynhneigðra og telur skírlífi fram að giftingu eðlilegan hlut. Í BNA er hún ósköp venjuleg afturhaldsbeygla, en væri hún í framboði hér, þá...já, þá hvað? Skyldi manneskja með slíkar skoðanir geta öðlast frama í stjórnmálum hér? Maður spyr sig.

Vona að þið finnið náð í hjarta til að fyrirgefa mér alla tenglana í þessari færslu.

Engin ummæli: