Nær aldarfjórðungi síðar þekki ég þessa mannveru betur en flesta og víst er að ég elska hana. Skilyrðislaust. Ekkert í þessum heimi skiptir mig meira máli en hamingja barna minna.
Þegar Ásta var kríli og bjó í Amríku, vildi hún alloft láta syngja fyrir sig og féll það iðulega í minn hlut vegna tónfötlunar föður hennar. Ég hef aðeins samið eitt lag um ævina, og var það við vísukorn í bók sem henni fannst skemmtileg. Mamman í bókinni hélt nefnilega áfram að vilja syngja fyrir strákinn sinn þótt hann yxi úr grasi og yrði virðulegur kall.
I´ll love you forever
I´ll like you for always
as long as I´m living
my baby you´ll be.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli