fimmtudagur, september 11, 2008

Öreindavaðall

Oft er sagt að blogg gangi út á hreina sjálfhverfu. Í síðustu færslu reyndi ég að fá fólk til að skrifa "hvað er að vera ég" fernuljóð. Sjálfhverfara gerist það varla. Hugsanlega hefði getað myndast lítið svarthol í bloggheimum við árekstur ljóða okkar örveranna sem sólum í hringi á netveginum. Mér fannst vel þess virði að taka sénsinn.

Hér kemur eitt sýnishorn atómljóðanna sem bárust við tilraun þessa.

Að vera ég
er að leggja af stað að heiman
en gleyma hvert skal haldið

Að vera ég er að dreyma um kandífloss
á atkinskúr

Að vera ég er að vera veðreiðahestur
sem dreymir um að vera bikkja
sem dreymir um að vera veðreiðahestur

Unnur af Seljavegi, 30 ára
Blogglistaskóla Íslands, nöldurdeild

Engin ummæli: