þriðjudagur, september 09, 2008

Strákmenntir

Mér finnst furðu létt að venjast því að hafa karlmann á heimilinu. Eintrjáningshátturinn er að rjátlast af mér smátt og smátt. Hjálmar er heimilisprýðilegur maður og góður við mig (og ég við hann) og sambúðin gengur eins og vængjaður flókaskór.

Eitt er það sem vekur jafnan hjá mér undrun, en það er tilhneiging karlmanna til að samnýta lestur og salernisferðir. Auðvitað er það hrein þvæla að karlmenn geti ekki gert tvennt í einu.

Engin ummæli: