þriðjudagur, september 23, 2008

Keðjumas

Ásta mín yndisleg klukkaði mig og ætla ég ekkert að gera með það annað en greina frá því að ég er keðju-keðjuslítari. Hef slitið keðjur frá því ég var fóstur, segja má að mér haldi engar keðjur fremur en Húdíni, tala nú ekki um þessar fjárans búðakeðjur. Þegar litli bróðir minn var í alvörunni lítill hafði hann gjarnan þennan brandara á hraðbergi: Viltu veðja? Kúkur og keðja. Ég er ekki að reyna að vera gáfuleg, það gerist ósjálfrátt.

Mér finnst fara hljótt um þetta Moggafíaskó um helgina, þar sem slegið var upp á forsíðu að fundist hefðu vísur í pósíbók sem Laxness átti að hafa ort barn að aldri. Hvar stendur málið? Veit að önnur vísan var auðgúggluð og kennd einhverjum Húnvetningi, en hvað með hina? Baðst Mogginn afsökunar, var einhver rekinn, komu skýringar?

Slúðrið nú í mig einhverju krassandi, verið svo væn.

Engin ummæli: