föstudagur, september 05, 2008

Jurtaríkið á svölunum

(Þessi pottur er voða stór)

Keypti mér í sumar allnokkrar kryddjurtir, þar á meðal pottkríli með blóðbergi og myntu. Umpottaði fljótlega og jurtirnar hafa vaxið eins og arfi, myntan þó sýnu mest. Vissi ekki hvaða not ég gæti haft af þessari brjáluðu myntu fyrr en mér datt í hug að búa til te sem dreymir um að verða mojito.

Marði myntulauf í deiglu, hellti sjóðandi vatni yfir og hrærði vænum slurk af hrásykri með. Yndislegur drykkur, og afar frískandi eftir þunga kjötmáltíð.

Tók um daginn skessujurt og setti í saltþurrkun. Þá geymist hún svona hálfþurr í allan vetur og er frábær í súpur og kássur. Ætli maður geti þurrkað aðrar kryddjurtir á svipaðan hátt?

Best að gera fleiri tilraunir áður en aldingarðurinn drepst úti á svölum.

Engin ummæli: