Fruntalega var gaman að hitta nýsjóbaðaða Parísardömuna í Alþjóðahúsi. Eitthvað svo kosmópólitanskt (kosmópólitískt? nei, fjandakornið). Og mexíkóska (mexíkanska? nei, fjandakornið) kjúklingasalatið var lostæti, þótt biðin eftir því hafi stappað nærri mannsævi.
Verð að viðurkenna að mér fannst móttakan á Arnarhóli vandræðaleg. Rembingsleg kátína og uppgerðarléttleiki er ófyndinn. Og hvað voru þessir pólitíkusar (pólítíkansar? já, fjandakornið) að stilla sér upp þarna hjá landsliðinu? Veit einhver hvað "tæknimaður" gerir í handbolta?
Segið mér líka af hverju íslenskur almenningur á að borga ferðir fyrir efnafólk og embættismenn þegar þá langar að horfa á boltaleiki í Kína. Tvisvar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli