Yfirleitt fer ég ekki í búðir mér til dægrastyttingar. Ein er þó verslun hér í bæ sem seiðir mig til sín, líkt og sírena úr kafdjúpu hafi mammons. Júróprís. Í Júróprís reika ég um, opinmynnt og dáleidd innan um aðskiljanlegan varning. Kex, plastblóm, flugur, kúbein, sulta, gúmmíbátur, garn, veiðistöng, blómavasi, hnífur, dósamatur, sokkar, málning, sápa, hamar, nammi, vaðstígvél, sjónvarp, skófla. Og um daginn rakst ég á....skó. Strigaskó af fínustu sort.
Nú þarf ég bara að læra að ráða sudoku.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli