
Buðum fóstru Hjálmars í mat í gærkvöld. Hún er mikil skvísa, eldklár í kollinum, snögg í tilsvörum og kvik í hreyfingum. Þar að auki er hún 91 árs. Þegar fóstra mætti í partíið settist hún við píanóið og spilaði forleik úr La Travíata. Mikið dáist ég að svona konum.
Við gáfum fóstru nýveiddan lax með glænýjum kartöflum og ís með berjasírópi í eftirmat. Hún var sátt við kostinn.

Nýuppteknu kartöflurnar frá bóndanum í Mosó voru svo mikið lostæti að ég tímdi ekki að henda afganginum (af þeim soðnu). Við borðuðum þær í morgunmat, sneiddar ofan á ristað brauð með nýmöluðum pipar og salti. Yndislegur árbítur.
Erum annars búin að stússast í mat, þvotti, tölvuviðgerðum, tiltekt, leti, leggja í krækiberjalíkjör, búa til berjahlaup og saft og bulla um ropapeysur.
Svona helgar eru bestar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli