miðvikudagur, ágúst 20, 2008

Drjúg þrjú orð

"Röskun varðar refsingu." Hefur alltaf þótt vænt um þessa meitluðu setningu á landmælingastöplum. Stundum þegar ég sit á löngum fundum, flýgur mér í hug þessi hnitmiðun sem segir allt sem segja þarf. Í þremur orðum.
Fátt raskar okkur.

Mikið var gaman að ganga á Helgafell í kvöld. Móbergsskúlptúrar, þeyttur lakkrísrjómi, sólblettastiklur í hrauni, blá fjöll, rauð fjöll, gul fjöll, mosi, lyng, hvönn, logn.

Er hlynnt nýrri stefnu þegar kemur að ósnortinni náttúru Íslands: Röskun varðar refsingu.

Engin ummæli: