Þessa blíðu og yndislegu mannveru hef ég alltaf þekkt og alltaf elskað. Þegar hún var lítil vildi hún láta syngja sig í svefn. Þegar hún stækkaði söng hún frumsamdar hádramatískar aríur fyrir gullfiskinn sinn. Svo lærði hún að syngja með klarínettinu, stundum blítt og stundum ómstrítt. Hægláti dugnaðarforkurinn minn er bæði að útskrifast úr efnafræði við HÍ í júní og Tónskóla Sigursveins í vor.
Ásta Heiðrún Elísabet ætlar að halda tónleika í Sigurjónssafni þann 30.apríl kl. 20. Allir velkomnir.
(Ég á eftir að spyrja hvort hún bjóði upp á sýningu á efnafræðitilraunum við útskriftina úr HÍ)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli