mánudagur, apríl 07, 2008

Lím og list

Um sumt er ekki hægt að rökræða alla leið að sameiginlegri niðurstöðu. Hef rekið mig á nokkur málefni sem falla í þennan flokk. Má þar nefna trúarbrögð og stjórnmál (þ.e. ef fólk trúir á eitt kerfi/einn sannleika); pc/mac gljúfrið og margvíslegan smekk, t.d. á bjór, tónlist, kjötbollum, ilmvatni, litum, fötum og hvað sé fallegt og ljótt í list.

Sem betur fer heldur fólk áfram að tala þótt fáir hlusti.

Annars glími ég um þessar mundir við hvimleiðan vanda. Í höfði mér er föst laglína, hreinlega límd með tonnataki á vitundarkantinn. Hún er svona:

Ég ætla aldrei aldrei aldrei aldrei aldrei aldrei aftur að vinna í Ísbirninum.

Engin ummæli: