

Þessi ellisækna tíska unga fólksins veldur mér heilabrotum. En að vanda sé ég urmul viðskiptatækifæra.
- Bjór með sveskjubragði
- Farsímar í laginu eins og gervigómar
- Harmonikkutónlist í hvern æpodd
- Sveskjubreezer
- Bolir saumaðir úr blettóttum vasaklútum
- Skartgripalínan "Old fart", t.d. göngugrindareyrnalokkar, líkamsgötun með göngustöfum og hækjum
- Hrukkuhúðflúr
- Body lotion með gamalmennalykt
- Hörfræjasnakk
- USB lyklar, töskur og strokleður sem líta út eins og heyrnartæki
- Fortuggnir skyndibitar
- Lýtaaðgerðir eins og brjóstsigsígræðslur, eyrnastækkanir og ellifreknur
- Tann-gulun
- Leiseraðgerðir sem miða að viðunandi fjarsýni
- O
ldspice kommbakk
Engin ummæli:
Skrifa ummæli