
Fyrir allnokkrum árum var ég að þvælast um á Akureyri að sumarlagi og rakst þá á búð með alls kyns undarlegu dóti. Fann m.a. kassa fullan af gömlum, velktum tilkynningum sem höfðu víst dagað uppi í prentsmiðju sem fyrir margt löngu hafði lagt upp laupana.
Hér sjáið þið tvær þessara tilkynninga, en þær virðast hafa sameinað kosti Lögbirtingablaðsins og Barnalands.

Þarna stendur:
Feitissverta. Reynið hana, því hún er sú bezta, sem fæst í bænum, og billeg eptir gæðum.Feitissverta? Heitasta brúnkukremið í byrjun 20. aldar?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli