fimmtudagur, apríl 17, 2008

Hliðlæg uppsprengd gleði með smell

Hvað heitir það þegar fólk stekkur, í leikrænni kæti, svona upp og til hliðar og skellir saman fótum? Þetta sést gjarnan í dans- og söngvamyndum. Þær þykja mér leiðinlegri því gleðilegri sem þær eiga að vera og þetta meinta kátínuhopp ósannfærandi.

Hef gengið út af tveimur myndum um ævina. Önnur hét West Side Story.

Engin ummæli: