sunnudagur, apríl 13, 2008

Fjarskalegar pípulagnir

Varð fyrir fjarpípulögnum í kvöld. Alveg ný reynsla. Yngri sonur minn ætlaði að láta renna vatn í glas þegar kraninn datt af í heilu lagi. Illt er að vera vatnslaus í eldhúsi, hugsaði ég og reyndi að skrúfa kranann á en fann ekkert út úr því, enda pípulagnir eins og fútsí og dávdjóns fyrir mér. Sagði fjarkærastanum frá þessum bobba og hann bað mig að taka mynd og senda.

Svo fjarlagaði hann kranann, haldiðasénú snilld? Fólk farið að pípa í gegnum mig að handan. Handan við hafdjúpið bláa...hugur minn dvelur hjá þér...ég vil að þú komir og kíkir...á kranann hér hjá mér.

Engin ummæli: