sunnudagur, febrúar 10, 2008

Síróp, wasabínöfnur og ljóð

Í gær bjó ég til enn eina lögunina af vanillusírópi. Búin að gera nokkra vinnufélaga mína háða þessu stöffi og fólk farið að kvarta yfir sírópsleysi í kaffihorninu. Fyrst tuðaði mannskapurinn, "hnuss, síróp í kaffi!" og svo fór fólk að spyrja "Beta, hvar er sírópið?"

Takið eftir skálinni með fagurgrænum nöfnum mínum. Þetta eru wasabi baunir. Dúndurgóðar og sprikla í munninum eins og sjö samúræjar.

Fékk frábæra ljóðabók í afmælisgjöf. Hún heitir Blótgælur og er eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur. Á skalanum vanillusíróp - wasabi baunir er bókin nær wasabíinu.

Engin ummæli: