Mér var svo létt þegar nýi borgarstjórinn tók við völdum. Loksins borgarstjórn með skýra stefnu, t.d. um flugvöllinn. Hún ætlaði að bretta upp ermar og láta hann vera. Nóg að gera á stóru heimili.
Og nú er aftur gengið vasklega til verks. Borgarstjórn ætlar að leyfa húseigendum að bera ábyrgð á veggjakroti sjálfir, borgin hyggst sumsé hætta að þrífa það af húsum nema gegn greiðslu. Það er í sjálfu sér ágætt að skattpeningarnir fari ekki allir í þvætti, en ofrausn hjá Gísla Marteini að presentera þetta sem algjört æði og stórkostlegar framfarir eins og ég heyrði hann gera í útvarpinu áðan.
Þekki mann sem var tattúveraður sofandi. Er það ekki næsti bær við veggjakrot?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli