- Allar auglýsingar um kraftaverkakennd hreinsunarefni, sérstaklega vanisoxí.
- Þegar maður sker sig á pappír. Er svo asnalegt og vont.
- Flest ilmkerti og óhófleg notkun ilmvatns. Fuss!
- Þegar fólki er fyrirmunað að líta í eigin barm, tekur ekki ábyrgð á eigin hegðun og eyðir allri sinni orku í að kenna öðrum um það sem aflaga fer.
- Reykingar.
- Þegar fólk gefur gjafir en ætlast til einhvers í staðinn (án þess að taka það fram) og heimtar jafnvel gjöfina til baka þegar það telur sig ekki hafa fengið kaup kaups.
- Slökunartónlist (fær hárin til að rísa á höfði mér).
- Flottræfilsháttur og snobb, t.d. frétti ég að setja eigi nautshúð á 1000 fm gólfflöt nýs húsnæðis Baugs.
- Húmorsleysi.
- Þegar fólk í sjálflægni ofles á milli lína og uppáhaldið mitt: er sko alveg með á hreinu hvað aðrir eru að hugsa.
- Gervivísindablaður í snyrtivöruauglýsingum, "húðin verður 89% fallegri/mýkri/sléttari/", "rannsóknir sýna að Q6 minnkar appelsínuhúð um 78,9%", "í Xanadú kreminu eru fjölróttækir nanókvarkmiðlar sem hvatrímast á gegndræpan hátt við kjarnsýrðar frumulausnir ysta lags húðarinnar".
sunnudagur, febrúar 17, 2008
Fíflamjólk er beisk á bragðið
Þar sem biturð mín hefur verið langt undir viðurkenndum Evrópustöðlum undanfarið ætla ég, ykkar vegna, að telja upp nokkra hluti sem fara í taugarnar á mér. Tilgangur: (ófjármálatengd) útrás.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli