fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Mér finnst Össur leiðinlegur við Gísla Martein*

Fékk nettan hroll þegar ég heyrði í útvarpinu að Kaupþing væri í útlöndum álitinn svo lélegur banki að hann gæti farið á hausinn, væri metinn eins og lummó ítalskur sveitalarfabanki. Og ef hann verður gjaldþrota þá þarf hver Íslendingur að greiða 13 milljónir, til að standa undir ábyrgð ríkisins á bankanum. Hvað verður um skuldirnar mínar og börnin?

Auk þess bíð ég spennt eftir að fá tilboð um að þjálfa landsliðið í handknattleik.



*þessi fyrirsögn kemur djúpvitrum vangaveltum mínum í hagfræði ekki rassgat við

Engin ummæli: