fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Skaflar

Eftir að hafa eytt 40 mínútum í spól og snjómokstur í morgun og skrensað til og frá á veginum á leið til vinnu, kveikti ég á útvarpinu. Þar heyrði ég tilkynningu um að fólk á vanbúnum bílum ætti ekki að vera í umferðinni. Mér fannst nokkuð til í því.

Mamma sagði við mig í dag að það væri aldrei of mikið af ást og hamingju í heiminum og gleðiefni að bættist í það púkk. Svona í kosmísku samhengi. Sammála mömmu. Og hamingja er smitandi. Nema sumir eru reyndar fjölónæmir og láta bros og gleði fara óskaplega í taugarnar á sér, telja á einhvern hátt að sér vegið ef aðrir eru að meðaltali glaðari en þeir. Svei mér ef sumum líður ekki best illa.

Ég ætla að brosa í fyrramálið. Þótt ég þurfi að skafa og moka. Þetta er ákvörðun og val.

Engin ummæli: