þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Kögglum hlaðin

Við erum ábyrg gerða okkar. Við erum ábyrg orða okkar.

Vona samt að við göngum ekki svona langt.

Er með böggum hildar þessa daga, allir í kringum mig þrúgaðir af kreppuspádómum og verðbólgurausi. Og bölvaður króníski mínusinn í skítabankanum glottir við tönn. Stóð mig að því að hnussa yfir fréttum af listahátíð og tuða "hvað er verið að spandéra stórfé í uppskrúfaða list, helberan úþarfa". Til að æra óstöðugan er svo slengt framan í mann að geðdeyfðarlyf verki ekki á (ó)lundina. Mér er þá óhætt að halda áfram að taka lýsi og láta þar við sitja, þrátt fyrir stöku tímabil þar sem ég bugast af lúxusprobblemum.

Gæti kannski látið dáleiða bjartsýnis- og orkuköggul í brjóstið á mér?

Engin ummæli: