
Er að horfa á þátt í sjónvarpinu þar sem hópur vel snyrtra karla og kvenna með áhyggjusvip leysir subbulega morðgátu. Þetta laglega og bráðvel gefna fólk er með ofurhvítar tennur, reyndar svo hvítar að það gæti hæglega beitt sínu bjarta brosi í stað yfirheyrslulampans góðkunna úr gömlu stríðsmyndunum.
Bláhvítar tennur gera voða lítið fyrir mig. Sjáið þið Erlend fyrir ykkur leysa málið - í lopapeysu og með hvíttaðar tennur?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli