sunnudagur, nóvember 19, 2006

Snjór snjór snjór

Ærsluðumst í snjónum, ég og strákarnir mínir. Spáðum í hvítan, brúnan, gulan og rauðan snjó, hvort rauður væri jólalegri en hvítur (og gulur þá páskalegri).

Komum svo inn í hlýjuna og fengum okkur kakó og rússneskar valmúakökur, sem við keyptum í Sunnubúðinni við Gullteig, en þar má finna ótrúlegt úrval rússneskrar matvöru.

Sáum oggu pínu litla fugla sem litu út eins og finkur. Hafa finkur vetursetu á Íslandi?

Festi bílinn, spólaði, mokaði og naut hverrar mínútu. Það er svo gaman að sitja fastur þegar maður er ekkert að flýta sér. Það er svo gaman að vera til. Sérstaklega þegar maður er ekkert að flýta sér.

Engin ummæli: