föstudagur, nóvember 10, 2006

Leikur hugans

Hugleikur. Mæli sterklega með að þið kynnið ykkur dagskrá þessa djarfa hóps. Fór með dóttur minni í gærkvöld á sýningu í Þjóðleikhúskjallaranum, þar sem einföld og sterk hugmynd var færð í hárréttan búning. Sýningin ríghélt. Bravó, Hugleikur!

Svo hitti ég Hildigunni og manninn hennar (og sá Hildigunni lenda í harkalegum árekstri með rauðvínsglas í hendi, obbobbobb). Fleiri bloggarar voru víst á staðnum en þá þekkti ég ekki í sjón. Hef bara kynnst innankúpu þeirra gegnum orð í rafheimi. Vona að ég hitti þá seinna. Í holdinu.

Engin ummæli: