sunnudagur, nóvember 05, 2006

My cup of tea

Um daginn borðaði ég á austurlenskum veitingastað. Pantaði mér "indverskt kryddte", fannst það hljóma framandi. Nokkur bið var eftir te-inu og beið ég spennt eftir að bragða á því. Eftir langa bið kom lágvaxni þjónninn með lítinn teketil og upp úr katlinum lafði rauður Melroses miði. Melroses er í mínum huga álíka exótískt og grjónagrautur. Þegar ég hellti í bollann minn gutlaðist út ljósbrúnn vökvi, augljóslega mjólkurblandaður. Ég analýseraði te-ið með mínum súper-glúrnu bragðlaukum (og eigin augum).

Eftir þetta hef ég reynt ýmis tilbrigði við "indverska kryddteið". Mer heila kardimommu og engifer í mortéli, blanda því saman við svart hlutlaust te, set svo smá hunang og mjólkurlögg útí.

Tilbreyting er krydd lífsins.

Engin ummæli: