fimmtudagur, apríl 09, 2009

Ókristileg ferming

Að mörgu er að hyggja þegar fermingarveisla er skipulögð. Sonur minn mun undirgangast borgaralega manndómsvígslu þann 26. þessa mánaðar, og verður fagnað með hrossakjötsáti fyrir opnum tjöldum. Ég ætla samt að blóta á laun, aðallega dýrtíðinni.

Er að spá í bakkelsi alla daga en matseðillinn er ekki komin lengra en á hugmyndastigið. Ef þið lumið á algjörlega frábærum uppskriftum þá megið þið alveg láta mig vita.

Annars er það helst að frétta að ég er komin í langþráð páskafrí og er það harla gott.

Engin ummæli: