laugardagur, apríl 18, 2009

Appelsínugul

Lífið snýst býsna mikið um fermingarundirbúning þessa dagana. Appelsínugult verður þemalitur veislunnar, enda sterkur og góður litur og í anda búsáhaldabyltingarinnar. Hjalti valdi borgaralega fermingu þar sem hann er trúlaus. Samt er hann eina barnið mitt sem sótti sunnudagaskóla nokkuð reglulega og að auki fór hann tvisvar í Vatnaskóg. Eitthvað hefur sérfróðum trúaruppalendum mistekist að innræta syni mínum sannkristni, eins og mér reyndar líka og föður hans. Önnur amma piltsins hefur af þessu nokkrar áhyggjur, og lái henni hver sem vill.

Fermingin verður um næstu helgi, þ.e. kosningahelgina. Talandi um stjórnmál. Hver ætli verði málalengingamálaráðherra?

Engin ummæli: