mánudagur, apríl 06, 2009

Fegrunarmáltruflanir

Ég var skömmuð í fermingarveislu fyrir að gera grín að ákveðnum stjórnanda ákveðins þáttar. Nú ét ég hund og hneigi höfuðið í iðrun. Umræddur stjórnandi er víst svo "æðislega klár" og "geðveikt flinkur". Augljóslega er það algjört aukaatriði að hann tali fegrísku sem ég kann varla hrafl í (mitt vandamál, ekki hans). Ég sló því fram í hálfkæringi að ég ætti bara að panta mér tíma hjá honum. Eins undarlega og það kann að hljóma kinkuðu allir ákaft kolli, ein frænka mín hljóp m.a.s. til og náði í símanúmerið hjá fegrunarmógúlnum.

Konu getur nú sárnað.

Engin ummæli: