Fyrsti hjólatúr sumarsins að baki. Hjólið mitt skartaði blikkandi dönskum ljósum, hvítu að framan og rauðu að aftan. Hjálmar lét hvítan plömmerinn duga til endurskins að aftan.
Á Klambratúni sáum við konu, með á að giska fimm ára stúlkubarn sér við hlið, krjúpa í blómabeði og tína páskaliljur. Móðirin brosti við barninu og hjálpaði því að raða blómunum í vönd. Hjálmar tók á sig krók og starði illilega á mæðgurnar. Við það urðu þær heldur lúpulegar og snáfuðu á brott. Makalaust hvað fólk getur borið litla virðingu fyrir sameiginlegum eigum borgarbúa.
Tómi turninn á Höfðatorgi er eins og vond ofskynjun, mér snarbregður í hvert sinn sem hann dúkkar upp í sjónsviði mínu. Get ekki vanist þessu lóðrétta glerhafi.
Annars er ég bara spök og hita galvösk upp fyrir nallann.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli