Mér finnst makalaust fínt þegar fólk hefur sjálfstraust, og heldur aðeins of mikið en of lítið. Fólk sem hefur góða sjálfsmynd viðurkennir þegar það gerir mistök, tekur ábyrgð á eigin hegðun, kennir ekki öðrum um það sem það segir og gerir. Það mundi t.d. aldrei segja setningu á borð við, "þú gerðir mig reiðan og lést mig berja þig". Fólk með gott sjálfstraust biðst afsökunar þegar það gerir á hlut annarrar manneskju. Fólk með heilbrigða sjálfsmynd veit að það les ekki hugsanir annarra. Meintur hugsanalestur er eitt af því sem fer hvað mest í taugarnar á mér, t.d. þegar sagt er eitthvað á þessa leið, "ég veit að þú settist þarna af því þú hatar mig".
Lítillæti á sinn sjarma, en ég verð að viðurkenna að það kætir mig að sjá svona nöfn á húsum.
Setjum ekki ljós okkar undir mæliker.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli