Við Hjálmar undirbjuggum veisluna saman og rákumst m.a. á þessar kínversku klementínur sem eru svo fínar með sig að þær nugga sér ekki utan í aðrar klementínur með berum berkinum. Undarleg sóun og sérviska.
Veislan gekk vel, þrátt fyrir eitt og eitt baunarklúður, t.d. um leið og ég bað fulla stofu af gestum að skála fyrir tónlistarkonunni sá ég að gestirnir voru allir þurrbrjósta, ekki sála með glas. Pínlegt. En það reddaðist.
Í dag kemst lítið annað að í höfðinu á
Ég er líka þakklát fyrir að kunna að njóta þess að borða sushi, brauð með osti, súkkulaðihúðaða ávexti, mangójógúrt og hráskinku með piparrót. Þakklát fyrir að finna djúpa gleði við að gefa og þiggja. Þakklát fyrir að þykja gott að fara í sturtu. Þakklát fyrir brúnu augun sem horfa stundum á mig og sjá ekkert annað.
Vona að þið þurfið ekki insúlin eftir lesturinn, en svona líður mér í dag. Náðuð þið því? Ég er þakklát.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli