miðvikudagur, maí 28, 2008

Hvar er hrífan þín?

Ég skil öfund. Ég skil afbrýðisemi. En getur einhver útskýrt af hverju sumir líta á hamingju annarra sem persónulega móðgun við sig? Ef x elskar y, þýðir það að honum er í nöp við z?

Það er sorglegt að sjá samanherpta manneskju standa í eigin illa hirta garði, mænandi yfir í skika nágrannans, haldandi að nágranninn hirði svona vel um garðinn sinn í þeim tilgangi einum að ergja biturt fólk. Það er vinna að hugsa um garð og öll eigum við verkfærin til þess.

Stundum vildi ég óska að fólk fókuseraði meira á eigið líf en annarra.

Engin ummæli: