Dylan. Já, einmitt. Merkilegt að heyra litla manninn með gráa hattinn urra músíkalskt, umla og rymja með sínu nefi (bókstaflega), undir taktföstu spili atvinnumanna. Reyndi að greina hvaða orð voru þarna á sveimi, enda alvön því í mínu starfi að þreifa eftir merkingu í tauti. Hef heyrt að Dylan sé rómaður fyrir orðlist, glúrinn textasmiður, líkt og murrmaður Íslands, Megas. Zimmerman heldur því voða mikið fyrir sig svona á tónleikum. Best þótti mér Dylan takast upp í framsögn þegar hann blés í munnhörpuna sína.
Fannst rosa gaman. Allt er skemmtilegt í réttum félagsskap. Og ég var svo sannarlega í réttum félagsskap.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli