Ja hérna. Ísland komst áfram. Ég varð svo hissa að mér hætti að vera illt í tánni smástund. Hallast að því að ég sé óbrigðull áttaviti í júróvisjón, þ.e. minn smekkur virðist kengöfugur miðað við það sem nýtur velgengni í þessari ágætu (en þó nokkuð þreyttu) keppni.
Í morgun settist ég við hliðina á eldri borgara á læknabiðstofu. Hann leit upp úr blaðinu, spurði hvort ég væri að fara til læknis og sagði svo: Já, og hvað heldurðu að þú þurfir að bíða lengi vinan? Ég sagði að ég vissi það ekki, bið byði nú gjarnan upp á óvissu um slíkt. Varð hugsað til annars gamals manns sem settist við hliðina á mér í flugvél fyrir skömmu, á leið til Kaupmannahafnar, en hann spurði glaðlega: Ert þú að fara til Danmerkur?
Þyrfti ekki að efla fræðslu aldraðra? Eða kenna gömlum mönnum skárri pikköpplínur?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli