Sambýlismaður minn spratt á fætur í morgun, haldinn óviðráðanlegri löngun til að baka handa mér bollur. Ég leyfði honum það, enda býr höfðingi í bauninni.
Síðan dró hann á hlæjandi fætur mér þessar öndvegis sandalaflíkur sem hann hafði föndrað við um nóttina.
Gæti ekki kvartað þótt einhver borgaði mér fyrir það, enda brosa jafnvel innyflin í mér, nema auðvitað þau sem kíma daglangt.
Gleðilegt júróvisjónkvöld! (Ó, en hvar eigum við að halda keppnina ef við vinnum?)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli