fimmtudagur, október 25, 2007

Já. Bílgreining.

Stundum finnst mér fólk snobbað. Stundum finnst mér fólk torskilið. Stundum finnst mér fólk galið.

Um daginn hlustaði ég á samræður sem snerust um bíla, ekki nóg með það, heldur hvernig bílar "færu fólki misjafnlega". Heyrði setningar eins og: "Vitiði, ég er svo fegin að hann Raggi fékk sér Rover, Mitshubishiinn fór honum svo hræðilega illa." Var að spögúlera hvernig bílar "færu" fólki illa, er það liturinn, púströrið, áklæðið, hanskahólfið? "Þessi gírstöng er bara ekki....þú."

Ég veit ekki rassgat um bíla, er jafn bílkynhneigð og meðalfroskur. Og veit sannarlega ekki hvort einhver bíll "fari mér vel". Vona í öllu falli að Hömmer komist þar hvergi á blað.

Það er gott að geta leitað til fagaðila og fengið greiningu. Til þess höfum við Bílgreinasambandið.

Engin ummæli: