miðvikudagur, október 10, 2007

Ég er ekki frá því að þetta sé mikilvægt

Einu sinni var svínsleg dama sem brá sér til Edinborgar í heiðvirðum tilgangi.
Þar hitti hún og kyssti hinn andheita Dónald (áður en þau höfðu verið formlega kynnt) en hann blés á áhyggjur dömunnar vegna loftslagsbreytinga og yfirtöku Framsóknarmanna á auðlindum litla landsins hennar.
Dónald, sem reyndist hinn besti kyssari, og svínslega daman lifðu hamingjusömu lífi allt til enda, enda lítið annað að gera úr því sem komið var.


Auk þess benda rannsóknir mínar á erlendri grundu til þess að Lord Nelson hafi verið rislítill karakter. Hafa jafn mörg himinhá turnspírutyppaleg minnismerki verið reist um nokkurn annan mann? Hann á sér hins vegar þær málsbætur kallgreyið að ekki var hægt að fá sér hömmer á þeim tíma sem hann var uppi...

Engin ummæli: