
Fáar aðrar þjóðir ryðjast inn í lönd með hervaldi til bjargar eymingjum sem búa við vonda stjórn (af hverju hafa þeir aldrei komið hingað?). Bandaríkjamenn virðast lifa í þeirri trú að hvergi búi fólk við betra stjórnarfar en í blessuðu Kanans landi. Frjáls þjóð. Frelsi til að hafa hverja þá trú og hverja þá skoðun sem þeim dettur í hug, og segja frá því. M.a.s. fólk sem trúir á geimverur (Vísindakirkjan) er tekið alvarlega. Ef ég upplýsti það hér og nú að ég tryði á geimverur - en ekki guð - tækjuð þig mig alvarlega? Ætla rétt að vona ekki, frekar en ef ég segðist trúa á guð en ekki geimverur.
Talandi um vonda stjórn. Ég hef ekki mörg prinsipp í lífinu en eitt af þeim er þetta: Maður drepur ekki fólk. Ég vil ekki taka þátt í því að deyða aðra manneskju. Þess vegna er ég alfarið og kategórískt á móti dauðarefsingu. Getur verið að Bandaríkjamenn séu að átta sig á 5. boðorðinu*, og það lögfræðingar í þokkabót?
Guð (og geimverurnar) láti gott á vita.
*þú skalt ekki hval deyða
Engin ummæli:
Skrifa ummæli