miðvikudagur, október 17, 2007

Gíraffabros

Áðan tróð ég heyrnartólum í eyrun, æpoddi í brjóstahaldarann og stóð við eldavélina í sportsokkum og pilsi. Og nýju Camper skónum mínum. Eldaði kjúkling. Hlustaði á Ninu Simone.

Hamingja.

Brosi eins og gíraffi og m.a.s. tilhugsunin um að eiga eftir að prófarkarlesa heilt tímarit í kvöld nær ekki að hagga mér.

Gleði.

Engin ummæli: