Hef ekkert að gera, drengirnir í afmæli og núna, akkúrat núna, ætti ég að vera að taka til og skúra. Sit í latastrák, með tölvuna í kjöltunni og kem mér ekki að verki. Rykskúlptúrar stíga stríðsdans við fætur mér og glotta. Af hverju er hugur minn svona reikull og líkaminn svo fylgispakur hugans ráfi?
Tvö ár og enn er baun týnd. Stefnulaus. Eirðarlaus. Enn er baun belja að vori og það er svell í vorinu.
Eru til spark-í-rassinn pillur? Mætti vera í duftformi.
Auk þess legg ég til að Graf(t)arvogi verði pakkað inn í bóluplast.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli