mánudagur, maí 11, 2009

Iðskrá

Jæja. Nú er ég búin að setja upp virknitöflu fyrir vikuna. Á hverjum degi er gert ráð fyrir tiltekinni hreyfingu, a.m.k. tveimur möguleikum. Annar kosturinn heitir "sól" og hinn "ský". Þeir sem muna eftir Kákasusgerlinum, muna líka eftir flasskubbum og tæknistillingunni sól og ský. Í þá daga var allt einfaldara, líka veðrið. En nú þarf ég sumsé að velja á milli möguleikanna ganga (sól) og sipp 200 (ský). Blessuð rigningin er betri fyrir gróðurinn en parketið mitt og nágrannana.

Í dag er ég á grænni treyju og það er alveg satt.

Engin ummæli: