
Ís er góður, ís er kaldur, ís er gómsætur, ís er ljúffengur, ís er svalandi, ís fer í hólf í maganum sem heitir ístra.
Smakkaði um daginn í fyrsta skipti "gamla ísinn" í ísbúðinni á Hagamel. Hann var hreint ágætur. Biðröðin, hins vegar, var alveg skelfilega löng, allir norpandi og skjálfandi í ísköldu sólskini. Glamrandi tennur og munnherkjur.
Baun segir ís-ís-ís, ís-ís segir baun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli