Hjer með auglýsist, að jeg undirskrifaður veiti hjeðan engum ókunnugum nokkurn greiða, hvorki næturgisting nje annað, öðruvísi en fyrir borgun.
Grímsstöðum á Mýrum 22.júní 1884.
Níels Eyjólfsson.
Níels Eyjólfsson.
Þessi höfðingi var langalangafi minn. Merkilegt að hann hafi ekki orðið ríkur, kannski eyddi hann öllum aurunum sínum í undarlegar auglýsingar í blöðum.
Annars er það helst að frétta að ég fór í leigubíl í dag og bílstjórinn sagði mér í óspurðum fréttum að hann hefði fyrir nokkru verið alveg staurblindur, en svo hefði sjónin lagast fyrir kraftaverk "læknaliðs", eins og hann orðaði það. Hann var með grunsamlega þykk gleraugu og mig dreplangaði að spyrja hvort hann hefði læknast í alvöru alvöru. Manni bregður dálítið þegar ökumaður minnist á eigin blindu, í beinu framhaldi af fyrirsjáanlegu spjalli um veðrið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli